Íbúum Fjarðabyggðar er boðið á sérstaka forsýningu á bresku þáttunum Fortitude, sem voru af stórum hluta teknir upp á Reyðarfirði og á Eskifirði. Forsýningin fer fram í Félagslundi í Reyðafirði. Um er að ræða tvær sýningar, sú fyrri klukkan 18 og sú síðari klukkan 21. Þættirnir verða sýndir á RÚV og hefjast sýningar í byrjun febrúar.
Vísir segir frá og segir ennfremur:
Þættirnir, sem eru í anda Twin Peaks, fjalla um smábæinn Fortitude sem er talinn vera einn öruggasti bær í heimi þangað til vísindamaður í bænum er myrtur og allir liggja undir grun. Glæpurinn setur allt á annan endann í Fortitude og enginn er óhultur.
Sjá nánar hér: Vísir – Fyrstu þættir Foritude forsýndir í Félagslundi í Reyðarfirði.