
Borgríki 2 Ólafs de Fleur er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi. Alls sáu 1.375 myndina um helgina em alls 4.739 yfir vikuna. Heildaraðsókn frá upphafi nemur því 7.476 manns.
Afinn er nú í fimmta sæti eftir fimmtu sýningarhelgi. Alls hafa 13.178 séð myndina frá upphafi, þar af 1.776 síðastliðna viku.
París norðursins er nú í 18. sæti aðsóknarlistans eftir átta vikur í sýningum. Alls hafa 11.405 gestir séð myndina hingað til, en þar af komu 234 í vikunni.
Vonarstræti er áfram í 22. sæti á lista SMÁÍS eftir 24 vikur í sýningum. Samtals hefur myndin fengið 47.982 gesti frá því sýningar hófust í maí.
AÐSÓKN VIKUNA 20.-26. okt. 2014:
(Heimild: SMÁÍS)