„Grafir og bein“ frumsýnd 31. október

grafir-og-bein-stillHrollvekjan Grafir og bein eftir Anton Sigurðsson verður frumsýnd 31. október. Þetta er fyrsta kvikmynd Antons í fullri lengd en hann skrifar einnig handrit.

Í helstu hlutverkum eru Elvar María Birgisdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Sveinn Geirsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Björn Hlynur Haraldsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Magnús Jónsson.

Söguþæðinum er lýst á þessa leið:

Hjónin Gunnar og Sonja höfðu allt. Peninga, ást og gullfallega dóttur. En þegar dóttir þeirra Dagbjört deyr er veröld þeirra kippt undan þeim. Til að bæta gráu ofan á svart þá er Gunnar í miðjum réttarhöldum útaf ólöglegum kaupum og lánveitingum sem áttu sér stað í góðærinu.

Þegar Sigurður bróðir Gunnars og konan hans látast ákveða þau að taka dóttir þeirra hana Perlu í fóstur. Gunnar og Sonja leggja í leiðangur að sækja stelpuna sem er stödd í afskektu húsi Sigurðar. Þegar komið er í húsið fara undarlegir hlutir að gerast. Perla virðist hafa þau áhrif á Sonju að hún vilji setjast að í húsinu á meðan að Gunnar hreinlega getur ekki verið þarna. Svefnlausar nætur, dularfullt fólk sem heimsækir þau og ótrúlegir hlutir sem þau upplifa í veru sinni í húsinu sem er reimt.

Það er því spurning hvort Gunnari takist að halda út þessa löngu helgi sem þau eru í húsinu eða missir hann vitið? Er Gunnar allur sem hann er séður eða kemur sannleikurinn upp á yfirborðið?

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR