Sveppi og Gói munu bjarga málunum; tökur frá 21. júlí, frumsýnd í október

Bragi Þór Hinriksson, Alfreð Ásberg Árnason og Sverrir Þór Sverrisson skrifa undir samning um gerð fjórðu Sveppamyndarinnar.
Bragi Þór Hinriksson, Alfreð Ásberg Árnason og Sverrir Þór Sverrisson skrifa undir samning um gerð fjórðu Sveppamyndarinnar.

Fjórða Sveppa­mynd­in verður frum­sýnd í Sam­bíó­un­um í októ­ber næst­kom­andi. Tök­ur hefjast 21. júlí og eru sömu aðalleik­ar­ar og í flest­um fyrri mynd­um um æv­in­týri Sveppa, þ.e. Sverr­ir Þór Sverris­son, Guðjón Davíð Karls­son og Vil­helm Ant­on Jóns­son.

Mynd­in mun bera heitið Al­gjör Sveppi og Gói bjarga mál­un­um og verður söguþráður­inn á þá leið „að ill­mennið sem áhorf­end­ur muna eft­ir í fyrstu mynd þeirra fé­laga stefn­ir á lands­yf­ir­ráð að nýju og þurfa fé­lag­arn­ir að leggja sitt af mörk­um svo ekki fari illa fyr­ir lands­mönn­um og fróni,“ eins og seg­ir í til­kynn­ingu.

Sam­bíó­in taka mynd­ina til sýn­inga og var samn­ing­ur þessa efn­is und­ir­ritaður í höfuðstöðvum dreif­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins á dög­un­um. Leik­stjórn verður sem fyrr í hönd­um Braga Þórs Hinriks­son­ar sem ásamt Sverri Þór Sverris­syni skrif­ar hand­ritið.

Sjá nánar hér: Sveppi og Gói ætla að bjarga málunum – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR