Greining | Aðsókn eykst á „Vonarstræti“ milli sýningarhelga

vonarstræti collageEnn er góður gangur á Vonarstræti, en myndin er nú í 5. sæti aðsóknarlista SMÁÍS eftir 8 vikur í sýningum. Aðsókn jókst um fjórðung milli sýningarhelga en alls sáu myndina 1.754 síðastliðna viku, þar af 708 um helgina (552 helgina á undan). Samtals hefur myndin fengið 41.154 gesti frá því sýningar hófust.

Hross í oss er einnig áfram í Bíó Paradís og er á 45. sýningarviku. Myndin hefur nú farið yfir 15.000 gesta múrinn og er komin í alls 15.071 gest.

AÐSÓKN VIKUNA 30. JÚNÍ TIL 6. JÚLÍ 2014:

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
8Vonarstræti1.75441.154
(Heimild: SMÁÍS)

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR