„Falskur fugl“ verðlaunuð í Bandaríkjunum

Falskur_fugl_stillFalskur fugl eftir Þór Ómar Jónsson hlaut aðalverðlaun Lighthouse Film Festival í New Jersey í Bandaríkjunum sem lauk á sunnudag. Á vef hátíðarinnar er myndin sögð afar áleitin, gerð af næmni og gullfallega kvikmynduð. Leikstjórinn, sem var viðstaddur hátíðina, segir á sama stað:

Þór Ómar Jónsson leikstjóri.
Þór Ómar Jónsson leikstjóri.

“Ég er bæði undrandi og glaður að hljóta þessi verðlaun. Ég kaus að senda myndina á Lighthouse hátíðina vegna þess að mér hafði verið tjáð að hún væri afar vönduð og sjáið bara hvað gerðist!“

Þór Ómar tók við verðlaununum úr hendi Tim Hobbs og Ori Dov Gratch, framleiðendum Aqui y Alla, sem hlaut aðalverðlaun Critics Week á Cannes hátíðinni 2012.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR