Eva Sigurðardóttir keppir um framleiðslufé stuttmyndar á Cannes hátíðinni

Eva Sigurðardóttir pitchar í Cannes.
Eva Sigurðardóttir pitchar í Cannes.

Eva Sigurðardóttir framleiðandi hjá Askja Films er stödd á Cannes hátíðinni með nýtt verkefni á undirbúningsstigi; stuttmynd sem hún kallar One of Them. Eva skrifar handrit og leikstýrir að þessu sinni, en hún hefur hingað til fengist við framleiðsluhliðina. Ragnheiður Erlingsdóttir (meðframleiðandi XL) framleiðir myndina, sem fer í tökur í byrjun næsta árs.

Verkefnið tekur þátt í „pitch“ keppni, ShortsTV, þar sem fimm bestu „pitchin“ eru valin úr af kjósendum á netinu. Dómnefnd ákveður síðan hver þessara fimm vinnur.

Kosningunni lýkur kl. 16 á morgun miðvikudag, en sigurvegari verður kynntur á fimmtudag.  Sá fær 5000 evrur til þess að framleiða mynd sína. Smelltu hér ef þú vilt styðja Evu til sigurs og mundu að staðfesta atkvæðið neðst á síðunni.

red_reflections_poster_finalEva sýnir einnig á hátíðinni stuttmynd sína Red Reflections. Myndin er sýnd í Short Film Corner sem er ekki hluti af opinberu vali hátíðarinnar, en myndin er sýnd undir samheitinu „Coup De Amour“ eða „myndir sem við elskum.“ Aðeins 35 myndir af um 2000 eru sýndar undir því merki.

Eva hefur einnig tekið þátt í vinnusmiðjunni Young Producers Club sem rekin er á hátíðinni af Danska kvikmyndaskólanum og öllum kvikmyndamiðstöðvunum á Norðurlöndunum. Tveir aðrir Íslendingar eru í hópnum, sem telur alls 25 manns; Rakel Garðarsdóttir (Vesturport) og Erlingur Jack Guðmundsson (Og Films).

Stikla fyrir Red Reflections:

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR