spot_img

Sjónvarpsstöðin ISTV fer í loftið 17. júní

ISTV logoISTV heitir ný sjónvarpsstöð sem verður í opinni dagskrá og fer í loftið 17 júní næstkomandi. Um 20 íslenskir þættir verða á dagskrá stöðvarinnar til að byrja með.

DV fjallaði um stöðina nýlega og ræddi við dagskrárstjórann, Guðmund Tý Þórarinsson eða Mumma í Götusmiðjunni eins og hann er gjarnan kallaður. Í viðtalinu segir hann stöðina verða rammíslenska og byggja á skemmtiefni.

„Við ætlum að frumsýna 2–3 klukkustundir af íslensku efni á hverju kvöldi. Það verður fullt af skemmtilegu efni. Ekki eitthvað Ísland Got Talent heldur fólkið í landinu,“ segir Mummi.

„Við ákváðum að leita ekki til gömlu stjarnanna heldur viljum við uppgötva ný andlit. Við ætlum að vera útungunarstöð fyrir stóru stöðvarnar og gefa nýju þáttagerðarfólki tækifæri til þess að spreyta sig.“

Facebook síða ISTV er hér.

Vefur ISTV er hér.

Sjá frétt DV: Mummi orðinn dagskrárstjóri á nýrri íslenskri sjónvarpsstöð

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR