Hollvinasamtök RIFF stofnuð

Hluti stjórnar Hollvina RIFF: Rannveig Ásgeirsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Sveinn Kjartansson.
Hluti stjórnar Hollvina RIFF: Rannveig Ásgeirsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Sveinn Kjartansson.

Á dögunum fór fram stofnfundur Hollvina RIFF. Félagsskapnum er ætlað að standa vörð um hagsmuni hátíðarinnar og styðja við uppbyggingu hennar auk þess sem félagar fá sérkjör á hátíðna, 15% afslátt af hátíðarpössum og aðgang að forsölu á vinsælustu viðburðum.

Aðild kostar ekkert og er öllum opin. Ekki verða innheimt félagsgjöld en haldin verður félagaskrá. Hægt er að skrá sig með því að senda póst og kennitölu á hollvinir@riff.is.

Stjórn Hollvina var mynduð þann 22. apríl, í stjórnina voru kosin þau Lilja Pálmadóttir, kvikmyndaframleiðandi og hestaræktandi, Ólafur Darri Ólafsson leikari, Rannveig Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri og athafnakona, Rannveig Grétarsdóttir, stjórnarmaður í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar og framkvæmdarstjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur og Sveinn Kjartansson, tæknistjóri og eigandi Stúdíó Sýrlands. Fulltrúi stjórnarinnar tekur sæti í stjórn RIFF.

Hollvinasamtökin halda aðalfund árlega þar sem farið verður yfir starfsemina og línur lagðar fyrir framtíðina.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR