Sjónvarpsserían Ófærð var kynnt fyrir kaupendum á MIP TV markaðsstefnunni sem lýkur í Cannes í dag. Stefnt er að tökum á Austfjörðum undir lok árs. Alls verða teknir upp tíu þættir og mun Ólafur Darri Ólafsson fara með aðalhlutverkið. Handritið er skrifað af Sigurjóni Kjartanssyni og Clive Bradley. Fyrirtæki Baltasars Kormáks, RVK Studios, mun framleiða undir stjórn Magnúsar Viðars Sigurðssonar en yfirframleiðendur verða Daniel March og Klaus Zimmermann (The Borgias) hjá Dynamic Television.
Gert er ráð fyrir að Baltasar stýri fyrstu þáttunum en einnig munu Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Árni Ólafur Ásgeirsson koma að leikstjórn.
Þættirnir verða sýndir á RÚV, en um er að ræða langdýrustu sjónvarpsseríu sem Íslendingar hafa staðið fyrir.
Frekari upplýsingar um verkið og Dynamic Television má finna hér.
Umfjöllun Variety um málið má sjá hér: Mip TV: Baltasar Kormakur Set for Icelandic Crime Series ‘Trapped’ | Variety.