Reykjavík Shorts&Docs Festival lauk í gær. Áhorfendaverðlaun voru veitt fyrir bestu íslensku stutt- og heimildamyndina. Fyrstu verðlaun að þessu sinni hlaut Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir fyrir mynd sína Holding Hands For 74 Years. Myndin fjallar um hjónin Lúðvík og Arnbjörgu. Sagan hefst í Reykjavík 1939 og áhorfendur kynnumst hvernig æskuást þeirra þroskaðist og dafnaði í 74 ár.
Önnur verðlaun hlaut stuttmyndin Sker eftir Eyþór Jóvinsson og í þriðja sæti var myndin Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur.