Sex myndir á Indverskri kvikmyndahátíð 8.-13. apríl

Úr rómantísku gamanmyndinni English Vinglish.
Úr rómantísku gamanmyndinni English Vinglish, opnunarmynd Indverskrar kvikmyndahátíðar 2014.

Indversk kvikmyndahátíð fer fram í Bíó Paradís dagana 8.-13. apríl. Sýndar verða fimm nýjar og nýlegar kvikmyndir auk hins sígilda „karrývestra“ Sholay. Þetta er í annað sinn sem indversk kvikmyndahátíð fer fram í bíóinu en sú fyrri, sem haldin var 2012, sló í gegn.

Opnunarmyndin er rómantíska gamanmyndin English Vinglish frá 2012. Myndin segir af ungri húsmóður sem finnst hún ekki vera metin að verðleikum heima hjá sér vegna þess að hana skortir enskukunnáttu.  Þegar hún er beðin að koma til New York til þess að undirbúa brúðkaup  frænku sinnar fær hún óvænt tækifæri til þess að bæta sig í enskunni  og styrkja sjálfsálitið í leiðinni. Hún fer að endurskoða líf sitt í framhaldi af því og sambandið við fjölskylduna.

Umfjöllun um myndirnar má sjá hér: Indversk Kvikmyndahátíð 8.-13. apríl.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR