Barði Jóhannsson semur tónlist við frönsku myndina „De toutes nos forces“

Barði Jóhannsson semur tónlist við frönsku myndina De toutes nos forces.
Barði Jóhannsson semur tónlist við frönsku myndina De toutes nos forces.

Barði Jóhannsson tónskáld er höfundur tónlistar við frönsku myndina De toutes nos forces eða The Finishers, eins og Klapptré sagði frá á síðasta ári. Myndin var frumsýnd í Frakklandi í gær en hefur áður verið sýnd á Toronto hátíðinni s.l. haust. Leikstjóri myndarinnar, Nils Tavernier, er sonur hins góðkunna Bertrand Tavernier.

Titillinn útleggst á íslensku sem Af öllum mætti. Sagan er um feðga, sonurinn er lamaður og bundin í hjólastól en vill keppa ásamt föður sínum í hinni árlegu þríþrautarkeppni Járnmanninum sem fram fer í Nice.

Með aðalhlutverk fara  Jacques Gamblin, Alexandra Lamy og Fabien Héraud.

Eins og heyra má í stiklu myndarinnar hér fyrir neðan á Sigurrós einnig lag í myndinni.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR