Jómfrúr, hórur og brókarsótt

nymphomaniac-posters-lead
Allir eru að fá það í Nymphomaniac Lars von Triers.

„Helsta ögrun myndarinnar liggjur í aðalpersónunni Joe. Með því að fjalla um konu með brókarsótt stefnir Lars von Trier myndinni gegn djúpstæðri tilhneigingu í vestrænni hugmyndasögu – hinni svokölluðu jómfrúar/hóru tvíhyggju,“ segir Jóhann Helgi Heiðdal á Starafugl um Nymphomaniac Lars von Trier.

Jóhann Helgi kemur víða við í grein sinni og dregur meðal annars fram skyldleika myndarinnar við bók Marcel Proust Í leit að glötuðum tíma og óperu Mozarts Don Giovanni, auk þess að nefna til sögu kvikmyndina The Red Kimona eftir Walter Lang og Dorothy Davenport frá 1925.

Upphaf greinarinnar er svona:

„Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur enn á ný valdið fjaðrafoki með nýjustu kvikmynd sinniNymphomaniac. Þrátt fyrir að myndin hafi einnig fengið jákvæðar viðtökur hjá kvikmyndagagnrýnendum hafa aðrir kallað hann kynferðislega brenglaðan loddara og sagt að þetta nýjasta útspil leikstjórans sé ekkert annað en löng klámmynd sem skorti allt listrænt gildi.1 Aðrir hafa sagt að Trier – sem er vel þekktur fyrir að ögra áhorfendum – mistakist skelfilega í þessari tilraun sinni og afraksturinn sé innantóm leiðindi. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að halda því fram að með myndinni hafi leikstjórinn gengið í lið með djöflinum.2 Ég tel hins vegar að í myndinni felist heilmikil ögrun við hefðbundna vestræna kvikmyndahefð, en þessi ögrun hefur greinilega farið framhjá mörgum eins og ofangreind gagnrýni er til marks um. Þessi neikvæðu viðbrögð eru enn fremur stór hluti af mikilvægi myndarinnar og algjörlega fyrirséð af Lars von Trier.“

Sjá nánar hér: Jómfrúr, hórur og brókarsótt: Um Lars von Trier og Nymphomaniac | Starafugl.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR