Eddan 2014: Reynslubolti og nýliði í verðlaunafæri

Í aðdraganda afhendingar Edduverðlauna tekur Kjarninn viðtal við tvo kvikmyndagerðarmenn sem tilnefnir eru til verðlaunanna í fyrsta sinn; klipparann Davíð Alexander Corno sem fær tilnefningu fyrir klippingu á Hross í oss og Þór Ómar Jónsson sem tilnefndur er sem leikstjóri ársins fyrir frumraun sína Falskur fugl.

Davíð hóf vinnu við Hross í oss sem aðstoðarmaður, fenginn til að sjá um undirbúningsvinnu fyrir reyndari klippara. Myndin þróaðist í klippiherberginu í samtals níu mánuði, en sömuleiðis breyttist hlutverk Davíðs úr því að vera aðstoðarmaður yfir í að vera aðalklippari myndarinnar.

Falskur fugl er fyrsta myndin í fullri lengd sem kvikmyndagerðarmaðurinn Þór Ómar Jónsson leikstýrir, en hann hefur yfir tveggja áratuga reynslu í kvikmynda- og auglýsingagerð í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Þeir Davíð og Þór ræða um verk sín og vinnuaðferðir í fróðlegu spjalli sem skoða má hér: Kjarninn-Davið Alexander Corno og Þór Ómar Jónsson viðtal

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR