Á morgun þriðjudag hefjast á Reyðarfirði tökur á bresku sjónvarpsþáttunum Fortitude og standa með hléum fram í júní. RÚV greinir frá því að uppúr hádegi í dag hafi stór leiguþota lent á Egilsstaðaflugvelli með um 50 manna lið leikara og kvikmyndagetrðarfólks og mikinn búnað til kvikmyndatöku. Sjá mátti kunnuglegt andilit, Sofie Gråbøl sem lék í Forbrydelsen, einnig Christopher Eccleston og Stanley Tucci. Michael Gambon er einnig meðal leikenda. Þá fer Björn Hlynur Haraldsson einnig með hlutverk lögreglumanns í þáttunum, sem verða alls 12 í fyrstu umferð.
Við framleiðsluna vinna um 70 Íslendingar og 50 útlendingar auk 30 erlendra leikara. Þá eru um 220 aukaleikar til reiðu á Austurlandi. Tökur verða víðar um Austurland en kostnaður nálgast milljarð króna.
RÚV hefur eftir Pétri Sigurðssyni framleiðslustjóra hjá Pegasus, sem þjónustar verkefnið hér á landi, að mikil fjárfesting liggi í því og að stefnt sé að því að gera fleiri en eina þáttaröð. „Þá erum við að koma hingað á hverjum vetri kannski næstu fjögur fimm sex árin hver veit,“ segir Pétur.
Sjá nánar hér: Heimskunnir leikarar á Reyðarfirði | RÚV.