Stuttmyndin „Leitin að Livingstone“ á Clermont-Ferrand

Damon Younger og Sveinn Þórir Geirsson í Leitinni að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur.
Damon Younger og Sveinn Þórir Geirsson í Leitinni að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur.

Íslenska stuttmyndin Leitin að Livingstone í leikstjórn Veru Sölvadóttur hefur verið valin til keppni á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin mun fara fram frá 31. janúar til 8. febrúar. Um er að ræða heimsfrumsýningu myndarinnar.

Ásamt því að leikstýra skrifar Vera Sölvadóttir handritið að Leitin að Livingstone og byggir það á samnefndri smásögu eftir Einar Kárason. Framleiðandi er Guðrún Edda Þórhannesdóttir fyrir hönd Kvikmyndafélagsins Hughrif. Meðframleiðslufyrirtæki er Tvíeyki, sem Guðrún Edda er einnig í forsvari fyrir.

Leitin að Livingstone segir frá Þór og Denna sem leggja af stað í leiðangur um Suðurlandið í leit að tóbaki en allt tóbak í borginni er uppurið vegna verkfalls opinberra starfsmanna. Áhorfandinn kynnist þessum kláru en klaufalegu félögum á ferðalaginu og örvæntingarfullri leit þeirra að tóbaki, sem þeir trúa stöðugt að sé handan við hornið.

Nánari upplýsingar um hátíðina og þær stuttmyndir sem taka munu þátt í alþjóðlegri keppni hennar má finna hér.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR