Atli Sigurjónsson gerir upp íslenska kvikmyndaárið

bíómyndir-2013Atli Sigurjónsson, sem meðal annars skrifar kvikmyndagagnrýni fyrir Klapptré og Filmophilia.com, skrifar yfirlitsgrein um íslenska kvikmyndaárið fyrir Kjarnann og segir til dæmis þetta:

„Árið 2013 var kannski ekki eitt af bestu árum íslenskrar kvikmyndasögu en það markaði engu að síður ákveðin skil í íslenskri kvikmyndagerð og ef til vill er tími óháðra mynda að ganga í garð. Þótt vissulega sé mikilvægt að hafa Kvikmyndasjóð er ekki alltaf hægt að reiða sig á hann; bæði er fjármagnið takmarkað og svo á ríkisstjórnin það til að takmarka það ennþá meira, og því er stundum þörf á að leita annarra leiða. Þar til fyrir nokkrum árum voru nær allar íslenskar kvikmyndir studdar af Kvikmyndasjóði en núna hefur staðan breyst. Fleiri og fleiri láta það ekki stöðva sig að geta ekki fengið styrk frá Kvikmyndasjóði enda er líka að verða auðveldrara að gera myndir fyrir lítinn pening með tilkomu æ ódýrari, og um leið betri, stafrænna myndavéla. Framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar þarf kannski ekki að vera svo svört.“

Pistilinn í heild sinni má lesa hér (pdf skjal).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR