Klapptré sagði frá því rétt fyrir jól að spurningamerki héngi yfir rekstri Kvikmyndaskóla Íslands. Heimildir Klapptrés herma að nú hafi verið gengið frá samningi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið um fullan rekstur skólans á næstu önn, sem þýðir að auk hefðbundins starfs verður einnig tekið við nýjum nemendum.
Jafnframt verða óháðir aðilar fengnir til að fara yfir stöðu skólans og meta framhaldið. Því starfi á að ljúka á komandi önn. Samkvæmt þessari áætlun skýrist framtíð skólans því á vormánuðum.
Stefnt er að því að hefja skólastarf um miðjan janúar en nánari dagsetning verður tilkynnt á næstu dögum.
[divider scroll_text=““] (Athugið: Ritstjóri Klapptrés er jafnframt stundakennari við skólann, kennir þar einn áfanga).