Óvissa með rekstur Kvikmyndaskólans en lausna leitað

Hilmar Oddsson rektor Kvikmyndaskóla Íslands.
Hilmar Oddsson rektor Kvikmyndaskóla Íslands.

Rekstur Kvikmyndaskóla Íslands hefur verið snúin undanfarin ár vegna fjárhagserfiðleika en þó hefur tekist að grynnka verulega á hallarekstri. Skólinn hefur undanfarin tvö ár verið á samningi við ríkið til árs í senn meðal annars vegna þessa, en hefur sóst eftir lengri samning til að tryggja betur stöðu sína.

Fram kom í DV nýlega að ekki hafi enn náðst samkomulag við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi samstarfssamning og því sé starfsemin í óvissu.

Klapptré heyrði stuttlega í Hilmari Oddssyni rektor Kvikmyndaskólans. Hann varðist allra frétta en sagði þó að verið væri að leita lausna og að hann hefði ekki misst alla von um að úr rættist innan skamms.

Jólafrí er nú hafið en miðað er við að nám hefjist að nýju í fyrrihluta janúar.

Klapptré mun fylgjast með framvindu mála og greina frá niðurstöðum þegar þær liggja fyrir.

(Athugið: Ritstjóri Klapptrés er jafnframt stundakennari við skólann, kennir þar einn áfanga).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR