Christopher Libertelli, yfirmaður alþjóðlegrar stefnumótunar hjá Netflix, segir fyrirtækið vera opið fyrir að fjárfesta í evrópskri kvikmyndagerð en hafi ekki komið sér upp ákveðinni stefnu varðandi þau mál.
Libertelli segir einnig mögulegt að Netflix fjárfesti í bíómyndum ásamt framhaldsþáttum. Þetta kom fram á fundi sem ESB stóð fyrir á dögunum um uppbyggingu evrópskra kvikmynda og sjónvarps á netinu.
“Framhaldsþættir virka best á Netflix en það þýðir ekki að við höfum ekki áhuga á bíómyndum. Í Hollywood er til dæmis mikið gap í markaðinum milli mjög ódýrra mynda og stórmynda. Það er hugsanlegt að þáttaka í framleiðslu meðalstórra mynda gæti hentað okkur vel.“
Sjá nánar á ScreenDaily: Netflix “open” to Euro investment | News | Screen.