„Ástarsaga“ og „Raffael’s Way“ verðlaunaðar á Northern Wave Festival

northern Wave poster 2013The Northern Wave International Film Festival fór fram í Grundarfirði um helgina. Sýndar voru yfir 90 stutt- og heimildamyndir frá yfir 40 löndum, auk fjölda alþjóðlegra tónlistarmyndabanda. Eftirtaldar myndir hlutu verðlaun:

Verðlaun í flokki alþjóðlegra stuttmynda: La strada di Raffael (Raffael’s Way) eftir Alessandro Falco.

Verðlaun í flokki íslenskra stuttmynda: Ástarsaga eftir Ásu Hjörleifsdóttur.

Verðlaun í flokki tónlistarmyndbandaEchoes með hljómsveitinni Who Knew, leikstjóri er Einar Baldvin Arason.

Í aðaldómnefnd hátíðarinnar sátu að þessu sinni Silja Hauksdóttir leikstóri (Dís, Ástríður, Stelpurnar), Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri (Á annan veg) og Margaret Glover handritshöfundur. Í dómnefnd tónlistarmyndbanda voru þeir Benedikt Reynisson sem hefur starfað m.a. fyrir Airwaves, Gogoyoko og hjá útvarpsstöðinni KEXP og Jim Beckmann starfsmaður KEXP.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR