The Northern Wave International Film Festival hefst í dag og stendur til sunnudagskvölds í Grundarfirði á norðanverðu Snæfellsnesi. Sýndar verða rúmlega 90 stuttmyndir og heimildamyndir frá um 40 löndum auk slatta tónlistarmyndbanda. Auk þess er boðið uppá fjölda viðburða; tónleika, fyrirlestra og síðast en ekki síst hina vinsælu fiskisúpukeppni Grundfirðinga.
Dögg Mósesdóttir stýrir hátíðinni. Í aðaldómnefnd hátíðarinnar sitja að þessu sinni Silja Hauksdóttir leikstóri (Dís, Ástríður, Stelpurnar), Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri (Á annan veg) og Margaret Glover handritshöfundur.
Í dómnefnd tónlistarmyndbanda eru þeir Benedikt Reynisson sem hefur starfað m.a. fyrir Airwaves, Gogoyoko og hjá útvarpsstöðinni KEXP og Jim Beckmann starfsmaður KEXP.