Sérstök dagskrá ætluð börnum hefst í Bíó Paradís um helgina og er ætlunin að þetta verði fastur liður um helgar. Myndirnar eru sýndar kl. 16 og 18 og eru annaðhvort talsettar á íslensku eða með íslenskum texta. Eftirtaldar myndir verða sýndar nú:
Mamma ég elska þig
(Lettland 2013 / íslenskur texti / 83 mín)
Raunsæ dramatísk mynd sem gefur áhorfandanum innsýn inn í tilfinningalíf viðkvæms ungs drengs, Raimond. Í myndinni er því líst á einstaklega viðkæmann hátt þeim samskiptum sem móðir og sonur þurfa að glíma við til þess að endurbyggja samband sitt. Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna m.a. á Berlinale kvikmyndahátíðinni 2013 og á kvikmyndahátíðinni í Los Angeles 2013, sem og á kvikmyndahátíðinni í Zlin vann hún til verðlauna Evrópsku barnakvikmyndasamtakanna.