Hlynur Sigurðsson hefur verið ráðinn til kvikmynda- og framleiðslufyrirtækisins Stórveldisins þar sem hann mun starfa við framleiðslu. Hlynur er menntaður stjórnmálafræðingur og er með MBA gráðu frá Copenhagen Business School. Hann var meðal annars fréttamaður á RÚV og tók þátt í að stofna og reka mbl sjónvarp.
Stórveldið hefur á undanförnum árum haslað sér völl á sviði sjónvarpsþáttaframleiðslu og má þar nefna þættina Andri á flandri og Andraland, Ameríska og Evrópska drauminn og grillþætti Hrefnu Sætran. Fyrirtækið framleiðir nú Áramótaskaupið fyrir RÚV og Borð fyrir fimm fyrir Skjá einn.
Sjá nánar hér: Viðskiptablaðið – Hlynur til Stórveldisins.