Agniezska Holland í Bíó Paradís – þrjár vinsælustu myndir EFFI halda áfram

Þrjár vinsælustu myndirnar af EFFI hátíðinni í Bíó Paradís halda áfram; Oh Boy, La Grande Bellezza og Child’s Pose. Pólska leikstýran Agniezska Holland var heiðursgestur Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar EFFI sem lauk í gærkvöldi.

Holland er einnig vel þekkt sem handritshöfundur. Hún er ein af fáum starfandi kvenleikstjórum í Hollywood og hefur getið sér gott orð fyrir bæði listræna og pólitíska kvikmyndagerð.

Meðfylgjandi eru myndir frá gærkvöldinu þegar hún svaraði spurningum gesta eftir sýningu á nýjasta verki sínu, Burning Bush, sem er framlag Tékka til Óskarsverðlaunanna að þessu sinni.

Ljósmyndir: Tomasz Chrapek.

Agnieszka Holland og Edyta Dudycz í BP Gestir á Agnieszka Holland í BP Agniezska Holland og Árni Ólafur Ásgeirsson í BP Agnieszka Holland með hópi í BP Agnieszka Holland í góðra vina hópi í BP

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR