Í þessari Klapptrésklippu ræðir Ásgrímur Sverrisson við Þorstein Jónsson leikstjóra um bók hans Vordagar í Prag, tékkneska kvikmyndavorið, hina leyndardómsfullu Veru og hvernig á að segja sögur.
Bók Þorsteins Jónssonar kvikmyndaleikstjóra, Vordagar í Prag, kemur út á morgun á vegum bókaútgáfunnar Benedikt. Klapptré fékk leyfi til að birta upphaf bókarinnar. Útgáfunni verður fagnað í Eymundsson Austurstræti á morgun, 21. september kl. 17 og eru öll velkomin.
Þorsteinn Jónsson kvikmyndaleikstjóri mun á næstunni senda frá sér bókina Vordagar í Prag, en hann stundaði nám við hinn kunna kvikmyndaskóla FAMU á árunum 1968-1972.