Dennis Harvey skrifar í Variety um Eiðinn Baltasars Kormáks sem nú er sýnd á Toronto hátíðinni. Harvey segir þetta vera söluvænlegt spennudrama sem unnið sé af öryggi og henti vel til endurgerðar.
Wendy Ide skrifar í Screen International um Eiðinn Baltasars Kormáks frá Toronto hátíðinni. Hún segir myndina einskonar blöndu af hörkutólamynd í anda Liam Neeson mynda og innilegs heimilisdrama, en tónninn sé ójafn.
Eiðurinn eftir Baltasar Kormák verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni á morgun laugardag. Myndin mætir miklum áhuga kaupenda og dreifingaraðila en hún hefur þegar selst til yfir 50 landa.
Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar hefur verið valin í Discovery hluta Toronto hátíðarinnar en sá hluti hátíðarinnar er tileinkaður spennandi nýjum röddum í kvikmyndagerð. Myndin mun keppa um FIPRESCI gagnrýnendaverðlaunin en hátíðin stendur 8.-18. september.
Eiðurinn eftir Baltasar Kormák verður heimsfrumsýnd í "Special Presentations" flokknum á Toronto hátíðinni sem stendur dagana 8.-18. september næstkomandi. Flokkurinn snýst um kvikmyndir sem vekja munu mikla athygli og koma frá leiðandi kvikmyndagerðarmönnum í heiminum. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 9. september.