Nanna Kristín Magnúsdóttir frumsýndi stuttmynd sína Tvíliðaleikur á Toronto hátíðinni fyrr í mánuðinum, en myndin verður sýnd á RIFF auk þess sem margar aðrar hátíðir bíða. IndieWire (Women and Hollywood bloggið) ræddi við Nönnu nýlega.
Toronto hátiðinni er nú lokið, en enn berast fínir dómar um Vonarstræti. Alex Billington hjá bandaríska kvikmyndavefnum First Showing lýkur miklu lofsorði á myndina.
Vonarstræti íleikstjórn Baldvins Z og stuttmyndinrar Sjö bátar eftir Hlyn Pálmason og Tvíliðaleikur eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur verða fulltrúar Íslands á Toronto hátíðinni sem hefst á fimmtudag.