Þær streyma inn stiklurnar og nú er það Z for Zachariah sem Zik Zak kvikmyndir, Tobey Maguire og Sigurjón Sighvatsson framleiða ásamt fleirum. Myndin var sýnd við góðar undirtektir á síðustu Sundance hátíð en verður frumsýnd 21. ágúst. Margot Robbie, Chiwetel Eijiofor og Chris Pine fara með aðalhlutverkin, Craig Zobel leikstýrir.
Hin 23 ára Margot Robbie, sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir leik sinn í The Wolf of Wall Street eftir Martin Scorsese, mun fara með aðalhlutverkið í Z for Zachariah sem Zik Zak kvikmyndir framleiða ásamt Sigurjóni Sighvatssyni og Tobey Maguire.
Chris Pine, Amanda Seyfried og Chewitel Ejiofor fara með aðalhlutverkin en framleiðendur eru Zik Zak kvikmyndir, Palomar Pictures (Sigurjón Sighvatsson) og framleiðslufyrirtæki Tobey Maguire, Material Pictures.
Tökur á kvikmyndinni Pawn Sacrifice (Peðfórn) í leikstjórn Edward Zwick (Blood Diamond, The Last Samurai ofl.) eru hafnar og fara að hluta fram hér á landi. Myndin fjallar um hið sögulega "einvígi aldarinnar" þegar Boris Spassky og Bobby Fischer mættust í Reykjavík sumarið 1972 og kepptu um heimsmeistaratitilinn í skák.