Þórhallur Gunnarsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar. Þetta kemur fram á Vísi. Hann segir átök um eignarhald hjá félaginu hafa fengið hann til að velta stöðu sinni fyrir sér.
Danska sölufyrirtækið LevelK mun höndla alþjóðlega sölu á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson. Myndin, sem er frumsýnd hér á landi í mars, verður kynnt kaupendum á Evrópska kvikmyndamarkaðinum sem fram fer á Berlinale hátíðinni í febrúar.
Bandaríska sjónvarpsstöðin UPTV hefur keypt streymisréttinn af Kattarshians, sem er útsending í rauntíma frá lífi og leikjum nokkurra kettlinga. Kattarshians-streymið er opið inni á www.kattarshians.tv. Sagafilm framleiðir efnið.
Tökur standa nú yfir á þáttaröðinni Stellu Blómkvist í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Þættirnir eru byggðir á samnefndum bókum eftir samnefndan hulduhöfund. Heiða Rún Sigurðardóttir (Poldark) fer með aðalhlutverkið, en Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir eru væntanlegir í haust.
Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu Sagafilm segir mikinn áhuga fyrir innlendu leiknu efni hjá öllum innlendu sjónvarpsstöðvunum og að erlendir aðilar sýni íslenskri framleiðslu stöðugt meiri áhuga. Þrátt fyrir það situr Kvikmyndasjóður eftir og flöskuháls myndast í íslenskum kvikmyndaiðnaði. Stjórnvöld geta hjálpað til með því að auka framlög í íslenska kvikmyndagerð.
Þórhallur Gunnarsson framleiðslustjóri hjá Sagafilm bendir á að sá gríðarlegi vöxtur sem kvikmyndaiðnaðurinn hefur búið við undanfarin ár (með ríflega tvöfaldri veltu í ár miðað við síðasta ár) sé aðallega vegna erlendra verkefna og það sé áhyggjuefni.
Guðný Guðjónsdóttir hefur tekið við starfi forstjóra Sagafilm en hún hefur gegnt starfi framkvæmdarstjóra félagsins frá árinu 2013 og fjármálastjóra frá 2007. Hún tekur við stöðunni af Ragnari Agnarssyni sem tekur stöðu stjórnarformanns. Þá tekur Þórhallur Gunnarsson sæti í stjórn og Steinarr Logi Nesheim mun stýra auglýsingaframleiðslu.
Segist ekki vita hvaðan 10 milljónir í verðlaunafé komi, en segir jafnframt að kostun sé ekki heimil á RÚV og það sé með ólíkindum ef nota eigi skattfé almennings með þessum hætti. Löngu ljóst að Íslandsspil útvegar verðlaunafé. Kostun heimil á RÚV til áramóta, eftir það gilda takmarkanir skv. nýjum lögum.