Hrútar hlutu tvenn verðlaun á Fajr International Film Festival sem lauk í Tehran í Íran í gær. Myndin var valin besta mynd hátíðarinnar og einnig hlutu Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson leikaraverðlaun hátíðarinnar.
Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson, aðalleikarar hinnar margverðlaunuðu kvikmyndar Hrúta, deildu með sér FIPRESCI verðlaunum fyrir besta leik í aðalhlutverki á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Palm Springs í Bandaríkjunum. Hrútar hefur því nýtt ár á sömu nótum og því síðasta, með sigri á virtri kvikmyndahátíð.
Tökur eru hafnar á kvikmynd Gríms Hákonarsonar Hrútar. Upptökur fara fram í Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið á Mýri og Bólstað en þeir bæir standa hlið við hlið, alveg syðst í Bárðardal að vestan.
Tregablandin kómedía með Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Theódóri Júlíussyni, Vigni Rafni Valþórssyni, Magneu Björk Valdimarsdóttur og Þorsteini Bachmann í helstu hlutverkum. Lars Emil Árnason leikstýrir og skrifar handrit.
Upptökur munu fara fram í Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið á Mýri og Bólstað en þeir bæir standa hlið við hlið, alveg syðst í Bárðardal að vestan. "Myndræn ákvörðun að taka myndina þarna upp. Bæirnir standa mjög nálægt hvor örðum, frekar langt er til næstu bæja og umhverfið er fagurt,” segir leikstjórinn.