HeimEfnisorðTheódór Júlíusson

Theódór Júlíusson

Tvenn verðlaun til „Hrúta“ í Íran

Hrútar hlutu tvenn verðlaun á Fajr International Film Festival sem lauk í Tehran í Íran í gær. Myndin var valin besta mynd hátíðarinnar og einnig hlutu Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson leikaraverðlaun hátíðarinnar.

Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson verðlaunaðir í Palm Springs fyrir „Hrúta“

Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson, aðalleikarar hinnar margverðlaunuðu kvikmyndar Hrúta, deildu með sér FIPRESCI verðlaunum fyrir besta leik í aðalhlutverki á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Palm Springs í Bandaríkjunum. Hrútar hefur því nýtt ár á sömu nótum og því síðasta, með sigri á virtri kvikmyndahátíð.

Tökur hafnar á „Hrútum“ Gríms Hákonarsonar

Tökur eru hafnar á kvikmynd Gríms Hákonarsonar Hrútar. Upptökur fara fram í Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið á Mýri og Bólstað en þeir bæir standa hlið við hlið, alveg syðst í Bárðardal að vestan.

„Hrútar“ Gríms Hákonarsonar tekin upp í haust

Upptökur munu fara fram í Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið á Mýri og Bólstað en þeir bæir standa hlið við hlið, alveg syðst í Bárðardal að vestan. "Myndræn ákvörðun að taka myndina þarna upp. Bæirnir standa mjög nálægt hvor örðum, frekar langt er til næstu bæja og umhverfið er fagurt,” segir leikstjórinn.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR