HeimEfnisorðThe Theory of Everything

The Theory of Everything

102 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2015

2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).

Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í „The Theory of Everything“

Það þarf fæstum að koma á óvart að Jóhann Jóhannsson tónskáld hafi verið fyrr í dag tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í The Theory of Everything. Bæði er búið að spá þessu af ýmsum undanfarna mánuði og svo hlaut Jóhann Golden Globe á dögunum sem gjarnan er sterk vísbending um Óskarinn. Jóhann er einnig tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna bresku.

Jóhann Jóhannsson hlaut Golden Globe-verðlaunin

Jóhann Jóhannsson tónskáld hlaut í gærkvöldi Golden Globe verðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmyndina The Theory of Everything. Hann er fyrsti Íslendingurinn til að vinna verðlaunin en áður hafði Björk verið tilnefnd fyrir Dancer in the Dark.

Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA verðlauna fyrir tónlistina í „The Theory of Everything“

Jóhann Jóhannsson tónskáld er tilnefndur til BAFTA verðlauna fyrir tónlistina við kvikmyndina The Theory of Everything. Myndin fær alls tíu tilnefningar. Jóhann er einnig tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir sama verk, en þau verða afhent á sunnudagskvöld.

Jóhann Jóhannsson ræðir um tónlistina í „The Theory of Everything“

Jóhann Jóhannsson ræðir um tónlistina sem hann gerði fyrir kvikmyndina The Theory of Everything í leikstjórn James Marsh, sem einnig kemur fram í þessu innslagi. Jóhann er tilnefndur til Golden Globe verðlauna fyrir vinnu sína.

Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Golden Globe verðlauna

Jóhann Jóhannsson tónskáld hefur verið tilnefndur til Golden Globe verðlauna fyrir tónlist sína við kvikmyndina The Theory of Everything. Myndin fær alls fjórar tilnefningar; auk tónlistarinnar sem mynd ársins og aðalhlutverk karls og konu.

Tímalausri tónlist Jóhanns Jóhannssonar spáð Óskarstilnefningu

Deadline fjallar um tónlist Jóhanns Jóhannssonar við kvikmyndina The Theory of Everything, sem almennt þykir líkleg til að hljóta fjölda Óskarstilnefninga, þar á meðal fyrir tónlist Jóhanns. Scott Feinberg hjá The Hollywood Reporter setur Jóhann í annað sætið sem þýðir að hann telji tónskáldið nokkuð öruggan um tilnefningu.

Jóhann Jóhannsson gerir tónlist við bíómynd byggða á ævi Stephen Hawking

Myndin kallast The Theory of Everything og er í leikstjórn James Marsh. Jóhann hefur einnig gert tónlist fyrir þrillerinn McCanick sem frumsýnd var nýlega og vinnur einnig að dönsku myndinni I Am Here.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR