Anthony Lane kvikmyndagagnrýnandi The New Yorker er ekki par ánægður með The Secret Life of Walter Mitty og segir hana takast að murrka lífið úr gullfallegri hugmynd án þess að skilja eftir sig nokkur ummerki.
Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi eru lykilatriði í að laða að stór erlend kvikmyndaverkefni en einnig afar mikilvægur stuðningur við innlenda kvikmyndagerð. Auk þess skapar þessi ívilnun ríkinu miklu meiri tekjur en nemur framlögum.