Norrænu sjónvarpsstöðvarnar DR, NRK, RÚV, SVT og YLE hafa sammælst um nýja áætlun sem lýtur að auknum gagnkvæmum skiptum í formi samframleiðslu og sýninga á leiknu sjónvarpsefni. Útvarpsstjórar norrænu sjónvarpsstöðvanna undirrituðu samkomulagið á fundi sínum í Stokkhólmi í gær, fimmtudag.
Allar norrænu ríkissjónvarpsstöðvarnar YLE, SVT, NRK og DR hafa samið við Sagafilm, Reykjavík Films og RÚV um sýningarrétt á fjögurra þátta röð sem byggð er á metsölubók Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargátu.
Sjónvarpsþáttaröðin Fangar verður sýnd á öllum ríkissjónvarpsstöðum Norðurlandanna, DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finnlandi auk RÚV á Íslandi. Þá hefur hún einnig verið seld til Canal+ í Póllandi. Sölufyrirtækið Global Screen annast sölu á alþjóðlegum vettvangi, en tökur á þáttaröðinni hefjast á vormánuðum undir stjórn Ragnars Bragasonar.
Einn kunnasti gagnrýnandi Svía Fredrik Sahlin, sem um árabil hefur fjallað um kvikmyndir hjá SVT (sænska ríkissjónvarpinu), segir Vonarstræti "perluna í stórmyndamyrkri sumarsins." Sýningar á myndinni hófust í dag í sænskum bíóum.