HeimEfnisorðSvörtu sandar

Svörtu sandar

Tónlistin úr SVÖRTU SÖNDUM og VITJUNUM komin út

Tónlist úr þáttaröðunum Svörtu sandar og Vitjanir er komin á streymisveitur. Pétur Jónsson semur tónlist fyrir fyrrnefndu seríuna en Ragnar Ólafsson fyrir þá síðarnefndu.

SVÖRTU SANDAR meðal þáttaraða sem stóðu uppúr á Berlinale Series að mati Variety

Variety fjallar um stöðu þáttaraða í kjölfar Berlinale Series og þær miklu áherslubreytingar sem eru að eiga sér stað varðandi aukið vægi vandaðra þáttaraða á kostnað bíómynda.

VRT í Belgíu og YLE í Finnlandi koma að fjármögnun SVÖRTU SANDA

Þáttaröðin Svörtu sandar í leikstjórn Baldvins Z er nú í tökum og verður sýnd á Stöð 2. Glassriver framleiðir. Auk Baldvins skrifa Ragnar Jónasson, Andri Óttarsson og Aldís Amah Hamilton handrit, en sú síðastnefnda fer einnig með aðalhlutverk.

Glæpasería Baldvins Z, SVÖRTU SANDAR, kynnt á Gautaborgarhátíðinni

Breska sölufyrirtækið All3Media mun selja glæpaseríuna Svörtu sandar á heimsvísu, en verkefnið er kynnt á yfirstandandi Gautaborgarhátíð. Baldvin Z leikstýrir þáttunum fyrir Glassriver en þeir verða sýndir á Stöð 2. Ragnar Jónsson og Aldís Hamilton skrifa þættina en Aldís mun einnig fara með aðalhlutverk. Aðrir sem fram koma í þáttunum eru meðal annars Þorsteinn Bachmann og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Tökur hefjast á næsta ári.

Baldvin Z gerir glæpaseríuna „Svörtu sandar“ fyrir Stöð 2

Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. Þetta kemur fram á Vísi og í Fréttablaðinu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR