Þáttaröðin Svörtu sandar í leikstjórn Baldvins Z, sem framleitt er af Glassriver, hefur selst til stórra dreifingaraðila víða um heim. Önnur syrpa er væntanleg.
Tónlist úr þáttaröðunum Svörtu sandar og Vitjanir er komin á streymisveitur. Pétur Jónsson semur tónlist fyrir fyrrnefndu seríuna en Ragnar Ólafsson fyrir þá síðarnefndu.
Variety fjallar um stöðu þáttaraða í kjölfar Berlinale Series og þær miklu áherslubreytingar sem eru að eiga sér stað varðandi aukið vægi vandaðra þáttaraða á kostnað bíómynda.
Þáttaröðin Svörtu sandar í leikstjórn Baldvins Z er nú í tökum og verður sýnd á Stöð 2. Glassriver framleiðir. Auk Baldvins skrifa Ragnar Jónasson, Andri Óttarsson og Aldís Amah Hamilton handrit, en sú síðastnefnda fer einnig með aðalhlutverk.
Breska sölufyrirtækið All3Media mun selja glæpaseríuna Svörtu sandar á heimsvísu, en verkefnið er kynnt á yfirstandandi Gautaborgarhátíð. Baldvin Z leikstýrir þáttunum fyrir Glassriver en þeir verða sýndir á Stöð 2. Ragnar Jónsson og Aldís Hamilton skrifa þættina en Aldís mun einnig fara með aðalhlutverk. Aðrir sem fram koma í þáttunum eru meðal annars Þorsteinn Bachmann og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Tökur hefjast á næsta ári.
Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. Þetta kemur fram á Vísi og í Fréttablaðinu.