Þáttaröðin Útilega kemur í Sjónvarp Símans þann 17. október. Fannar Sveinsson leikstýrir eftir handriti Sveinbjarnar I. Baldvinssonar og Sigurðar G. Valgeirssonar.
Í öðrum þætti The Handmaid's Tale þáttaraðarinnar sem nú er í sýningum á efnisveitunni Hulu, gefur að heyra tónverk Þorkels Sigurbjörnssonar, Heyr himnasmiður, við sálm Kolbeins Tumasonar goðorðsmanns og skálds frá upphafi 13. aldar. Lagið er fengið af plötu Hildar Guðnadóttur, Saman, en svo virðist sem hvorki Þorkels né Kolbeins sé að neinu getið í upplýsingum um þáttinn - og raunar ekki Hildar heldur.
Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og formaður FLH (Félags leikskálda og handritshöfunda) var viðstödd afhendingu Evrópsku handritsverðlaunanna á dögunum. Hún segir frá verðlaunahafanum Adam Price, handritshöfundi Borgen og stemmningunni á hátíðinni.
Pistill Friðriks Erlingssonar um stöðu íslenskra sjónvarpsþáttaraða, sem Klapptré birti s.l. þriðjudag hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlegan lestur. Margir af stærri miðlum landsins á borð við Vísi, RÚV, DV og Kjarnann hafa fjallað um hann og þess verður óneitanlega vart á Fésbók að töluverðar umræður hafa skapast bæði um pistilinn sem og viðfangsefni hans; leikið sjónvarpsefni.
Þáttaröðin Hraunið kostaði um tvö hundruð milljónir í framleiðslu og hefur sýningarrétturinn verið seldur til í Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Tékklands, Lettlands, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar. Viðræður um framhald eru þegar hafnar, segir mbl.is.
Tökur eru hafnar á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið. Þættirnir eru óbeint framhald þáttanna Hamarinn sem sýndir voru á RÚV 2011. Sama teymi gerir þættina; Reynir Lyngdal leikstýrir, Björn Hlynur Haraldsson fer með aðalhlutverk, Sveinbjörn I. Baldvinsson skrifar handrit og Snorri Þórisson og Lilja Ósk Þórisdóttir framleiða fyrir Pegasus. Víðir Sigurðsson sér um myndatöku. Tökur fara meðal annars fram á Snæfellsnesi.