Rómantíska gamanmyndin Fyrir framan annað fólk er frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum. Óskar Jónasson leikstýrir eftir eigin handriti og Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, en verkið er byggt á leikriti þess síðarnefnda. Kristinn Þórðarson framleiðir fyrir True North.
Tökur eru hafnar í Reykjavík á bíómynd Óskars Jónassonar Fyrir framan annað fólk. Truenorth framleiðir og með helstu hlutverk fara Snorri Engilbertsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, og Hilmir Snær Guðnason.
Ný stikla úr bíómyndinni Harry og Heimir hefur litið dagsins ljós og gengur þar á ýmsu. Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson fara með helstu hlutverk en auk þeirra koma Svandís Dóra Einarsdóttir, Laddi, Ólafur Darri, Örn Árnason og margir fleiri við sögu. Leikstjóri er Bragi Þór Hinriksson, Zik Zak framleiðir og Sena dreifir. Myndin verður frumsýnd um páskana.