Vassilis Economou skrifar í Cineuropa um Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur sem var valin besti erlendi leikstjórinn á nýliðinni Sundance hátíð. Hann segir myndina koma fyrir sem einarða lýsingu á lítt þekktum félagslegum aðstæðum á Íslandi.
Ísold Uggadóttir hlaut í gærkvöldi leikstjórnarverðlaunin í flokki erlendra mynda á Sundance hátíðinni fyrir bíómyndarfrumraun sína Andið eðlilega. Myndin var frumsýnd á hátíðinni og því eru þetta fyrstu verðlaun myndarinnar.
Alissa Simon skrifar í Variety um Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur sem nú er sýnd á Sundance hátíðinni. Simon segir myndina afar vel leikið raunsæislegt drama sem snerti á málum sem nú séu efst á baugi.
Ísold Uggadóttir er í viðtali við vefsíðuna Women and Hollywood þar sem hún ræðir um mynd sína Andið eðlilega, sem frumsýnd er á Sundance hátíðinni í dag.
Fyrsta umsögn um Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hefur birst hjá Screen. Myndin verður frumsýnd á mánudag á Sundance hátíðinni en gagnrýnendasýning hefur þegar farið fram. Allan Hunter, gagnrýnandi Screen, segir myndina lágstemmda, hjartnæma og framsetta af öryggi.