Ekkert lát er á morðum í Reykjavík í annarri syrpu Stellu Blómkvist, sjónvarpsefni sem er ólíkt öllu öðru sem sést hefur á íslenskum markaði, segir Katrín Guðmundsdóttir sjónvarpsrýnir Lestarinnar á Rás 1.
Önnur syrpa spenniuþáttaraðarinnar Stella Blómkvist kemur í Sjónvarp Símans Premium þann 30. september næstkomandi. Kynningarplakat þáttanna var afhjúpað í dag.
Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.
Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.