HeimEfnisorðSnjór og Salóme

Snjór og Salóme

[Könnun] Veldu bestu íslensku myndirnar 2017

Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.

Engar stjörnur um „Snjó og Salóme“: Virkar en einungis rétt svo

Kvikmyndafræðideild Háskóla Íslands hefur nú um nokkurra vikna skeið haldið úti reglulegum skrifum um kvikmyndir á Fésbókarsíðu sinni. Þar á meðal er efnisliðurinn Engar stjörnur þar sem nemendur kvikmyndafræðinnar gagnrýna kvikmyndir. Einn þeirra, Snævar Freyr, skrifar umsögn um Snjó og Salóme Sigurðar Antons Friðþjófssonar og segir myndina kærkomna viðbót í íslenska kvikmyndaflóru, bendir á opnar dyr sem hefði mátt loka, grafinn hund og einstaka snilld.

Aðsókn | „Snjór og Salóme“ og „Hjartasteinn“ á hægri siglingu

Snjór og Salóme eftir Sigurð Anton Friðþjófsson er á rólegri siglingu eftir aðra sýningarhelgi. Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar hefur nú fengið 21.322 gesti eftir fjórtándu sýningarhelgi.

Fréttablaðið um „Snjó og Salóme“: Ástarþríhyrningur, ýktar skopmyndir og gervidramatík

"Það hjakkar ekki mikið í klisjum og myndin hefur gott hjarta ásamt góðum samleik frá leikkonunum tveimur, en handritsgerð og tæknivinnsla er viðvaningsleg og tónninn í algeru tjóni," segir Tómas Valgeirsson í Fréttablaðinu um Snjó og Salóme Sigurðar Antons Friðþjófssonar.

Morgunblaðið um „Snjó og Salóme“: Kona á krossgötum

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Snjó og Salóme Sigurðar Anton Friðþjófssonar í Morgunblaðið og segir styrk hennar liggja í hnyttnum samtölum en skerpa hefði mátt á dramatískari senum. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.

Aðsókn | „Snjór og Salóme“ opnar í 15. sæti, „Hjartasteinn“ að klárast

Snjór og Salóme eftir Sigurð Anton Friðþjófsson opnar í 15. sæti aðsóknarlistans. Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar hefur nú fengið 21.243 gesti eftir þrettándu sýningarhelgi.

[Plakat] „Snjór og Salóme“ kemur í bíó 11. nóvember

Plakat kvikmyndarinnar Snjór og Salóme eftir Sigurð Anton Friðþjófsson hefur verið opinberað. Myndin er væntanleg í bíó þann 11. nóvember næstkomandi á vegum Senu.

Kitla fyrir „Snjór og Salóme“ opinberuð

Kitla kvikmyndarinnar Snjór og Salóme eftir Sigurð Anton Friðþjófsson hefur verið opinberuð. Myndin er væntanleg í haust á vegum Senu.

Þessar bíómyndir og leiknu þáttaraðir eru væntanlegar á næstu misserum

Á þriðja tug íslenskra kvikmynda og þáttaraða er nú á mismunandi stigum vinnslu, allt frá því að vera í fjármögnunar- og/eða undirbúningsferli til þess að vera nýkomnar út og í sýningum. Hér er yfirlit yfir nýjar og væntanlegar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir á þessu og næsta ári, en nokkuð víst er að fleiri verkefni eigi eftir að bætast við.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR