Heitið Skjár einn leggst niður frá og með deginum í dag og verður að Sjónvarpi Símans. Ár er síðan að Skjár einn rann inn í Símann og dagskrá stöðvarinnar var opnuð öllum landsmönnum í október í fyrra.Þá stofnaði Síminn streymisveitu í áskrift sem hefur nú fleiri áskrifendur en voru að sjónvarpsstöðinni við breytinguna.
Sjónvarpsstöðin SkjárEinn er í opinni línulegri dagskrá frá og með deginum í dag. Stöðin verður hins vegar í áskrift sem gagnvirk efnisveita. Með þessu ætlar Síminn að herja á nútímasjónvarpsmarkað.
Miklar breytingar hafa átt sér stað í neyslu sjónvarpsefnis á undanförnum árum. Þannig hefur áhorf landsmanna á íslenskar sjónvarpsstöðvar dregist saman um 38 prósent frá árinu 2008 og um 46% þegar horft er á áhorf þeirra sem eru á aldrinum 12 til 49 ára. Þetta er hægt að sjá út úr fjölmiðlamælingum Capacent sem aðgengilegar eru á vefnum. Kjarninn fjallar um málið í fréttaskýringu.
Þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál, sem Skjár einn hefur sýnt, hefur verið mikið halað niður á umdeildum skráaskiptasíðum. Spurningamerki hangir yfir frekari framleiðslu af þeim sökum segir Sævar Guðmundsson leikstjóri þáttanna. Fimmta serían er er nú fáanleg í Leigu Vodafone og Skjá Bíó, um tveimur mánuðum eftir að sýningu þáttanna lauk á Skjá einum. Fjórða serían er einnig í boði.
Viðbrögð almennings við sjónvarpsþættinum The Biggest Loser Ísland eru þau bestu síðan að SkjárEinn varð að áskriftarsjónvarpi árið 2009. Alls horfði 70% áskrifenda Skjásins á fyrsta þáttinn í frumsýningu, hliðruðu áhorfi eða endursýningu.
Pálmi Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Skjás eins. Pálmi var dagskrárstjóri Stöðvar 2 um árabil, en lét af því starfi...