Í þriðja og síðasta pistli sínum um Skjaldborgarhátíðina 2017 fjallar Ásgeir H. Ingólfsson um eftirfarandi myndir: Borða vaxa elska, Raise the Bar, Stökktu, Blóð, sviti og derby og Goðsögnin FC Kareoki. Hann fjallar auk þess um þau verk í vinnslu sem sýnt var úr á hátíðinni og fer yfir sjálfan hátíðarrammann.
Í öðrum pistli sínum af þremur um Skjaldborg 2017 fjallar Ásgeir H. Ingólfsson um myndirnar Í kjölfar feðranna, Vopnafjörður 690, A Portrait of Reykjavík, Siggi's Gallery, Bonjour mammon, Lesbos og Jóa.
Blindrahundur eftir Kristján Loðmfjörð hlaut bæði áhorfendaverðlaun og dómnefndarverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, sem lauk í gærkvöldi. Myndin fjallar um myndlistarmanninn Birgi Andrésson.
Heimildamyndahátíðin Skjaldborg hefst í dag á Patreksfirði og stendur til sunnudagskvölds. 20 nýjar heimildamyndir verða frumsýndar á hátíðinni auk fjölda verka í vinnslu. Heiðursgestir hátíðarinnar eru hjónin Steina og Woody Vasulka. Ásgeir H. Ingólfsson, sérlegur tíðindamaður Klapptrés, verður á staðnum og mun birta reglulega pistla frá hátíðinni.
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fer fram 2.-5. júní næstkomandi á Patreksfirði. Tilkynnt hefur verið um þær myndir sem taka þátt í hátíðinni, en hún er nú haldin í tólfta sinn.
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fer fram á Patreksfirði dagana 2.-5. júní næstkomandi. Hátíðin hefur nú auglýst eftir myndum en umsóknarfrestur er til 24 apríl.