HeimEfnisorðSjóndeildarhringur (Horizon)

Sjóndeildarhringur (Horizon)

Fjöldi íslenskra kvikmynda í Gautaborg

Gautaborgarhátíðin, stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda, stendur nú yfir. Fjöldi íslenskra mynda tekur þátt í hátíðinni. Þrestir Rúnars Rúnarssonar keppir um Drekaverðlaunin fyrir leiknar myndir og The Show of Shows Benedikts Erlingssonar keppir um Drekann í flokki heimildamynda.

Greining | Risastór Íslandsopnun á „Everest“

Everest Baltasars Kormáks hitti svo sannarlega í mark hjá íslenskum bíógestum yfir frumsýningarhelgina með aðsókn uppá 14.254 manns með forsýningum. Þetta er með stærri opnunarhelgum síðan mælingar hófust.

„Sjóndeildarhringur“ fær fjórar stjörnur í Toronto

Kvikmyndaspekúlantinn og framleiðandinn Greg Klymkiw skrifar lofsamlega um heimildamynd Bergs Bernburg og Friðriks Þórs, Sjóndeildarhring, sem nú er til sýnis á Toronto hátíðinni. Myndin er einnig í sýningum í Bíó Paradís.

Stikla „Sjóndeildarhrings“ er hér

Stikla og plakat heimildamyndarinnar Sjóndeildarhrings eða Horizon eftir Berg Bernburg og Friðrik Þór Friðriksson hafa verið opinberuð. Myndin verður frumsýnd á Toronto hátíðinni í september.

„Sjóndeildarhringur“ Friðriks Þórs til Toronto

Ný heimildamynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Sjóndeildarhringur, verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni og Þrestir Rúnars Rúnarssonar á San Sebastian eins og Klapptré hefur þegar sagt frá. Fúsi, Vonarstræti og finnsk/íslenska myndin The Grump taka einnig þátt í hátíðum haustsins. Fastlega má búast við að tilkynnt verði um aðrar myndir og hátíðir innan skamms.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR