Gautaborgarhátíðin, stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda, stendur nú yfir. Fjöldi íslenskra mynda tekur þátt í hátíðinni. Þrestir Rúnars Rúnarssonar keppir um Drekaverðlaunin fyrir leiknar myndir og The Show of Shows Benedikts Erlingssonar keppir um Drekann í flokki heimildamynda.
Everest Baltasars Kormáks hitti svo sannarlega í mark hjá íslenskum bíógestum yfir frumsýningarhelgina með aðsókn uppá 14.254 manns með forsýningum. Þetta er með stærri opnunarhelgum síðan mælingar hófust.
Kvikmyndaspekúlantinn og framleiðandinn Greg Klymkiw skrifar lofsamlega um heimildamynd Bergs Bernburg og Friðriks Þórs, Sjóndeildarhring, sem nú er til sýnis á Toronto hátíðinni. Myndin er einnig í sýningum í Bíó Paradís.
Stikla og plakat heimildamyndarinnar Sjóndeildarhrings eða Horizon eftir Berg Bernburg og Friðrik Þór Friðriksson hafa verið opinberuð. Myndin verður frumsýnd á Toronto hátíðinni í september.
Ný heimildamynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Sjóndeildarhringur, verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni og Þrestir Rúnars Rúnarssonar á San Sebastian eins og Klapptré hefur þegar sagt frá. Fúsi, Vonarstræti og finnsk/íslenska myndin The Grump taka einnig þátt í hátíðum haustsins. Fastlega má búast við að tilkynnt verði um aðrar myndir og hátíðir innan skamms.