HeimEfnisorðSicario

Sicario

Jóhann Jóhannsson: Náin samvinna nauðsyn frá upphafi

Jóhann Jóhannsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í Sicario, ræddi tónlistarsköpun fyrir kvikmyndir í pallborðsumræðum á Stockfish hátíðinni um helgina ásamt kollegum sínum Hilmari Erni Hilmarssyni, Birgi Hilmarssyni og Ólafi Arnalds.

Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í „Sicario“

Jóhann Jóhannsson hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina við kvikmynd Denis Villeneuve, Sicario. Þetta var tilkynnt í Los Angeles rétt í þessu ásamt öðrum tilnefningum.

Jóhann Jóhannsson aftur tilnefndur til BAFTA verðlauna 

Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Bafta-verðlauna fyrir tónlist sína við kvikmyndina Sicario. Þetta er annað árið í röð sem hann er tilnefndur til þessara verðlauna. Meðal annarra tónskálda sem hljóta tilnefningu eru Ennio Morricone og John Williams.

Jóhann Jóhannsson semur tónlistina í „Sicario“ sem frumsýnd var á Cannes í gær

Hinn Óskarstilnefndi Golden Globe verðlaunahafi Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við nýjustu mynd leikstjórans Denis Villeneuve, Sicario, sem frumsýnd var á Cannes í gær og hefur fengið mjög góða dóma. Með helstu hlutverk í myndinni fara Emily Blunt, Josh Brolin og Benicio Del Toro. Jóhann vann áður með Villeneuve að kvikmyndinni Prisoners.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR