Jóhann Jóhannsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í Sicario, ræddi tónlistarsköpun fyrir kvikmyndir í pallborðsumræðum á Stockfish hátíðinni um helgina ásamt kollegum sínum Hilmari Erni Hilmarssyni, Birgi Hilmarssyni og Ólafi Arnalds.
Jóhann Jóhannsson hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina við kvikmynd Denis Villeneuve, Sicario. Þetta var tilkynnt í Los Angeles rétt í þessu ásamt öðrum tilnefningum.
Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Bafta-verðlauna fyrir tónlist sína við kvikmyndina Sicario. Þetta er annað árið í röð sem hann er tilnefndur til þessara verðlauna. Meðal annarra tónskálda sem hljóta tilnefningu eru Ennio Morricone og John Williams.
Hinn Óskarstilnefndi Golden Globe verðlaunahafi Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við nýjustu mynd leikstjórans Denis Villeneuve, Sicario, sem frumsýnd var á Cannes í gær og hefur fengið mjög góða dóma. Með helstu hlutverk í myndinni fara Emily Blunt, Josh Brolin og Benicio Del Toro. Jóhann vann áður með Villeneuve að kvikmyndinni Prisoners.