Rvk Feminist Film Festival fer fram í þriðja sinn 5.-8. maí. Að þessu sinni leggur hátíðin áherslu á kynsegin málefni, aktívisma og konur með mismunandi menningarlegan bakgrunn og POC (People of Color).
Á nýafstaðinni RVK Fem Film Fest fóru fram umræður þar sem konur í hópi leikstjóra, framleiðenda og annarra sem að kvikmyndagreininni koma ræddu um ýmsar hliðar bransans.
Heiðursverðlaunahafi Reykjavik Feminist Film Festival í ár er Halla Kristín Einarsdóttir kvikmyndagerðarkona en hún hefur gert kvikmyndir á borð við Konur á rauðum sokkum og Hvað er svona merkilegt við það. Halla Kristín gerði fyrstu kvikmyndina um transgenderisma á Íslandi, Transplosive (2006) og verður hún sýnd á hátíðinni. Hér að neðan má sjá viðtal við hana sem birtist á vef hátíðarinnar, en myndir hennar má skoða hér í dag sunnudag.
Reykjavik Feminist Film Festival (RVK FFF) lýkur í kvöld með afhendingu Systurverðlaunanna. Hægt er að horfa frítt á myndir hátíðarinnar á vef hátíðarinnar í dag, en eftirtaldar myndir fá verðlaun.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RVK Feminist Film Festival (RVK FFF) verður haldin í annað sinn dagana 14.-17. janúar. Vegna Covid verður hátíðin á netinu en valdir viðburðir verða í boði innan sóttvarnatakmarkana. Hægt er að horfa á allar kvikmyndirnar ókeypis á https://rvkfemfilmfest.is dagana sem hátíðin stendur.
RVK Feminist Film Festival verður haldin í annað sinn 14.-17. janúar 2021. Lögð verður áhersla á hinsegin málefni og hinsegin fólk í kvikmyndagerð. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í stuttmyndakeppni hátíðarinnar og allar konur geta sótt um að taka þátt.