spot_img
HeimEfnisorðReynir Oddsson

Reynir Oddsson

Reynir Oddsson hlýtur heiðursverðlaun ÍKSA 2021

Reynir Oddsson kvikmyndaleikstjóri fær heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar fyrir brautryðjendastarf í þágu íslenskra kvikmynda og kvikmyndamenningar.

Reynir Oddsson og námið í London Film School í lok sjötta áratugsins

Reynir Oddsson leikstjóri og handritshöfundur Morðsögu (1977) var fyrsti Íslendingurinn til að stunda nám við þann sögufræga skóla, London Film School, sem Gísli Snær Erlingsson stýrir nú. Reynir var þar við nám veturinn 1958-59, en skólinn, sem þá hét London School of Film Technique, var stofnaður 1956 meðan formleg kvikmyndakennsla hófst 1957. Hann rifjar upp minningar sínar frá þessum tíma.

Viðhorf | Hin rammíslenska en alþjóðlega „Morðsaga“

Það var gaman að sjá tæknilega endurbætta útgáfu af Morðsögu (1977) Reynis Oddssonar í Háskólabíói í gær. Þetta er allavega í fjórða skiptið sem ég sé myndina (síðast fyrir fáeinum árum) og enn tekst henni að koma manni á óvart. Hún hefur einfaldlega elst mjög vel, er afar nútímaleg, bæði hvað varðar efnistök og nálgun, sem og merkilegur vitnisburður um samtíma sinn.

Viðtal við Reyni Oddsson um „Morðsögu“

Í tilefni sýningar á endurbættri Morðsögu Reynis Oddssonar birti ég nú viðtal sem ég tók við leikstjórann fyrir tímaritið Land & syni haustið 1997. Umrætt viðtal var tekið vegna endursýningar myndarinnar í Háskólabíó í tilefni tuttugu ára afmælis hennar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR