HeimEfnisorðReykjavík Porno

Reykjavík Porno

[Könnun] Veldu bestu íslensku myndirnar 2017

Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.

71 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2016

Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.

„A Reykjavik Porno“ í almennar sýningar í dag

Skosk/íslenska kvikmyndin A Reykjavik Porno fer í almennar sýningar í dag. Myndin er frumraun skoska leikstjórans Graeme Maley, en hann hefur getið sér gott orð í leikhúsi á Bretlandseyjum. Hún var frumsýnd á Edinborgarhátíðinni 2016 og vann verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku á norrænu kvikmyndahátíðinni í New York síðastliðið haust.

„A Reykjavik Porno“ hlaut tvenn verðlaun á norrænni hátíð í New York

A Reykjavik Porno eftir Graeme Maley hlaut tvenn verðlaun á Nordic International Film Festival í New York um helgina. Albert Halldórsson, aðalleikari myndarinnar var valinn besti leikarinn og Arnar Þórisson hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku.

Tökum á íslensk/skosku kvikmyndinni „Pale Star“ lokið

Tökum á kvikmyndinni Pale Star með Þrúði Vilhjálmsdóttur og Þresti Leó Gunnarssyni í aðalhlutverkum er nú nýlokið en myndin sem er spennudrama í fullri lengd er í leikstjórn Graeme Maley. Einnig fara með íslensk hlutverk í myndinni þau Björn Thors og ung stúlka, Freyja Björk Guðmundsdóttir.

Allt að 12 íslenskar bíómyndir í ár?

Útlit er fyrir metár í frumsýningum íslenskra bíómynda, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum gætu allt að 12 íslenskar kvikmyndir ratað á bíótjöld í ár.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR