Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.
Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.
Skosk/íslenska kvikmyndin A Reykjavik Porno fer í almennar sýningar í dag. Myndin er frumraun skoska leikstjórans Graeme Maley, en hann hefur getið sér gott orð í leikhúsi á Bretlandseyjum. Hún var frumsýnd á Edinborgarhátíðinni 2016 og vann verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku á norrænu kvikmyndahátíðinni í New York síðastliðið haust.
A Reykjavik Porno eftir Graeme Maley hlaut tvenn verðlaun á Nordic International Film Festival í New York um helgina. Albert Halldórsson, aðalleikari myndarinnar var valinn besti leikarinn og Arnar Þórisson hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku.
Pale Star og A Reykjavik Porno, tvær íslensk/skoskar kvikmyndir eftir sama leikstjóra hafa verið valdar inn á kvikmyndahátíðina í Edinborg sem fram fer dagana 15.-26. júní.
Tökum á kvikmyndinni Pale Star með Þrúði Vilhjálmsdóttur og Þresti Leó Gunnarssyni í aðalhlutverkum er nú nýlokið en myndin sem er spennudrama í fullri lengd er í leikstjórn Graeme Maley. Einnig fara með íslensk hlutverk í myndinni þau Björn Thors og ung stúlka, Freyja Björk Guðmundsdóttir.
Útlit er fyrir metár í frumsýningum íslenskra bíómynda, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum gætu allt að 12 íslenskar kvikmyndir ratað á bíótjöld í ár.