Tökur standa nú yfir á fyrstu bíómynd Tinnu Hrafnsdóttur, Stóra skjálfta, sem byggð er á samnefndri bók Auðar Jónsdóttur. Rætt var við Tinnu um verkefnið og annað í þættinum Segðu mér á Rás 1.
Sagan sem slík náði einhverra hluta vegna aldrei alveg að fanga mig þrátt fyrir að vera að flestu leyti mjög vel gerð kvikmynd sem tekur á gríðarlega áhugaverðu efni," segir Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndarýnir Tengivagnsins á Rás 1 um Héraðið eftir Grím Hákonarson.
Bryndís Loftsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir og Þorgeir Tryggvason gera upp íslenska kvikmyndaárið í Lestrarklefanum á Rás 1 undir stjórn Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur.
Börkur Sigþórsson ræðir við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1. „Kvikmyndagerðarmenn eins og aðrir skapandi listamenn eiga að velta upp spurningum og helst áleitnum spurningum en ekki vera að sjá fyrir svörum,“ segir hann meðal annars.
"Þrestir er þroskasaga ungs manns, sem er að miklu leyti staðnaður sem barn, og myndin skoðar tímabil í lífi hans þar sem hann neyðist til að horfast í augu við fullorðinsárin, sama hversu glötuð þau kunna að virðast," segir Gunnar Theódór Eggertsson meðal annars í Víðsjá Rásar 1 um mynd Rúnars Rúnarssonar.