Peter Bradshaw gagnrýnandi The Guardian hefur birt uppgjör sitt yfir bestu myndir ársins. Bradshaw velur Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson eina af bestu myndum eftir nýliða sem komu út á árinu.
Peter Bradshaw skrifar í The Guardian um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd á Curzon Home Cinema í Bretlandi. Bradshaw segir myndina takast að koma áhorfandanum úr jafnvægi og halda honum á sætisbríkinni.
Peter Bradshaw skrifar um Héraðið eftir Grím Hákonarson í The Guardian, en myndin er frumsýnd í Bretlandi (Curzon Home Cinema) 22. maí. Hann gefur meðal annars Arndísi Hrönn Egilsdóttur glimrandi umsögn og myndinni fjórar stjörnur.
Peter Bradshaw skrifar í The Guardian um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar sem nú er sýnd í breskum kvikmyndahúsum og segir hana meðal annars eldheita ástarsögu með sterkum leik.
Fjölmargir miðlar hafa birt umsagnir um Everest Baltasars Kormáks sem er opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar nú í kvöld. Myndin er sem stendur með 75% skor á Rotten Tomatoes, sem þýðir að jákvæðar umsagnir eru í miklum meirihluta.
HEIMSKRINGLA | Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í dag. Engin miðill í víðri veröld gerir hátíðinni jafn góð skil og snillingarnir hjá The Guardian með Peter Bradshaw, Xan Brooks og Catherine Shoard í fararbroddi.